17. október 2020

9. bekkur lokið sóttkví - allir neikvæðir

9. bekkur lokið sóttkví - allir neikvæðir

Nú hafa allir nemendur í 9. bekk sem voru í sóttkví nema einn farið í sýnatöku vegna Covid-19. Við vorum að fá staðfest þær gleðifréttir að allir voru neikvæðir sem fóru í sýnatökuna.

Því miður greindist einn í 7. bekk í gær jákvæður fyrir Covid-19 þannig að heildarfjöldi smita er nú 12.

Við sendum öllum sem eru veikir okkar bestu kveðjur. 

Við minnum ykkur á að fara varlega í vetrarfríinu, umgangast aðeins nánustu fjölskyldu og draga úr nánum samskiptum barna eins og hægt er. 

Næstu dagar skipta miklu máli til að ná tökum á þessari veiru og þeim áhrifum sem hún hefur haft á starfsmenn okkar og nemendur. 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla