Skólareglur Akurskóla

Skólabragur

Áhersla er lögð á að skapa jákvæðan skólabrag og að góður vinnuandi sé ríkjandi. Allir í skólanum stuðli að því að góðum starfsanda þar sem öryggi, vellíðan og heilbrigði eru í fyrirrúmi. Við viljum að gagnkvæmt traust, virðing, samábyrgð, tillitssemi og kurteisileg framkoma sé höfð að leiðarljósi. Námsagi einkennist af því að tillit sé tekið til þarfa nemenda, þroska þeirra og hæfni með áherslu á mannréttindi, jafnrétti, lýðræðisleg vinnubrögð og bann við mismunun af öllu tagi.

Skólareglur Akurskóla

1. Umgengni: Við göngum vel og hljóðlega um skólann og berum virðingu fyrir eigum okkar og annarra.

2. Heilbrigði: Við hugum að heilsu okkar.

3. Kurteisi: Við berum virðingu fyrir skólaumhverfinu og komum fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur.

4. Öryggi: Við stofnum okkur sjálfum eða öðrum ekki í hættu með orðum eða gjörðum.

Nánari skýringar:

Umgengni: Við geymum yfirhafnir og skó í skápum og hillum. Við berum sjálf ábyrgð á okkar persónulegu hlutum/eigum s.s. farartækjum, fatnaði, símum, myndavélum, spjaldtölvum, fartölvum og tónhlöðum og förum ávallt eftir fyrirmælum kennara og annars starfsfólks.

Heilbrigði: Við komum með hollt nesti. Öll notkun tóbaks, áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í skólanum og á viðburðum sem tengjast honum.

Kurteisi: Við mætum stundvíslega, truflum ekki kennslustundir og sinnum náminu af áhuga. Við komum fram við aðra af kurteisi og virðingu

Öryggi: Við dveljum á skólalóðinni á skólatíma en notum ekki hjól, hlaupahjól, vespur eða önnur farartæki á skólalóðinni á skólatíma. Við beitum ekki ógnunum, ögrunum, hótunum eða ljótum orðum. Andlegt og/eða líkamlegt ofbeldi er aldrei liðið þ.m.t. einelti. Barefli, vopn eða eldfæri má ekki koma með í skólann.

Skólareglur Akurskóla voru endurskoðaðar í mars 2013 og samþykktar á starfsmannafundi 10. júní 2013. Nemendaráð og skólaráð fengu þær til umsagnar haustið 2013. 

Skólareglur Akurskóla í PDF formi

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla