Foreldrafélag

Hér getur þú nálgast allar helstu upplýsingar varðandi foreldrastarf í Akurskóla
Ef þér finnst einhverjar upplýsingar vanta þá endilega hafðu samband við stjórn félagsins.

Foreldrafélagið er einnig með facebooksíðu þar sem foreldrar/forráðamenn og aðrir sem áhuga hafa á geta skráð sig á síðuna, fylgst með því sem er framundan og tekið þátt í umræðunni.

Slóðin er http://www.facebook.com/#!/pages/Foreldrafélag-Akurskóla/100162140141894

Foreldrafélag Akurskóla er félag allra foreldra/forráðamanna nemenda í Akurskóla og er skammstafað FFA. Stjórn FFA hefur umsjón með starfsemi félagsins í samvinnu við foreldra úr hverjum árgangi og fulltrúa foreldra í skólaráði. Haldnir eru stjórnarfundir ásamt félagsfundum eins oft og þurfa þykir, þar sem unnið er að markmiðum félagsins og verkefnum skipt á milli félagsmanna. Stjórn FFA boðar til fundanna. Starfsár FFA telst vera frá aðalfundi í maí til næsta aðalfundar ári síðar. FFA starfar með FFGÍR, sem stendur fyrir Foreldrafélög grunnskóla í Reykjanesbæ.

Markmið

Að vinna að velferð nemenda.
Að efla hag skólans og koma á farsælu samstarfi milli skólans og heimila nemenda.
Að efla starf foreldrafélagsins og gera það sýnilegra í skólasamfélaginu.
Að auðvelda störf foreldra í foreldrafélagi og tryggja samfellu í starfinu.
Að allir félagsmenn hafi gott aðgengi að félaginu og starfsemi þess í gegnum Facebook síðu félagsins og heimasíðu skólans og það birti þar reglulega fréttir frá félaginu sem og fundargerðir.
Að byggja upp árgangafulltrúastarf með góðum stuðningi.
Að styrkja og efla virkni foreldra.
 

Til að ná þessum markmiðum heldur félagið reglulega félagsfundi þar sem lögð er áhersla á fræðslu, skemmtun og upplýsingamiðlun.

20Stjórn FFA 2020-2021

Örn Ævar Hjartarson, formaður s: 895-6481

Einar Þór Guðmundsson, gjaldkeri s: 891-9149

Borghildur Ýr Þórðardóttir, ritari, s: 861-4757

Rósa Jóhannsdóttir, s: 612-2590

Berglind Ýr Kjartansdóttir, s: 869-5961

Daði Örn Jensson, s: 6624014

Aðalheiður Hanna Björnsdóttir, varamaður s: 861-8080

 

Skólaráð Akurskóla

Kristín Þóra Möller og Guðrún María Þorgeirsdóttir sitja í skólaráði fyrir hönd foreldra.

Starfsáætlun

Stjórn foreldrafélagsins fundar u.þ.b. mánaðarlega, þriðja mánudag milli kl. 18:00-19:30. Fundargerðir verða aðgengilegar á facebooksíðu félagsins.

September                      Stjórnarfundur. Fræðsluerindi til foreldra á vegum FFA í samstarfi við Akurskóla.

Október                          Stjórnarfundur. Undirbúningur fyrir Hrekkjavökuviku í samstarfi við Akurskóla. Hrekkjavökuskemmtanir fyrir nemendur og foreldra.

Nóvember                      Stjórnarfundur. Undirbúningur jólaföndurs og jólaföndur í lok nóvember.

Desember                       Frí.

Janúar                             Foreldrakaffi á sal Akurskóla.

Febrúar                           Stjórnarfundur. Fræðsluerindi til foreldra á vegum FFA.

Mars                                Stjórnarfundur. Skemmtidagur fyrir nemendur og foreldra.

Apríl                                Stjórnarfundur. Rósaafhending til nemenda í 10. bekk. Afhending sumargjafa.

Maí                                  Aðalfundur.

Að auki stendur félagið fyrir fræðslu fyrir foreldra í samstarfi við FFGÍR. Þeir viðburðir verða auglýstir sérstaklega.

Undirbúningur ýmissa atburða

Fundargerðir

FFGÍR- fyrirlestrar

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla