Sumargjafir frá foreldrafélaginu

19.04.2016 14:44:06

Í dag kom Hrefna Díana fyrir hönd foreldrafélagsins og gaf nemendum Akurskóla veglegar sumargjafir. Við í Akurskóla þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir frábært framlag.

Sumardagurinn fyrsti og starfsdagur

18.04.2016 14:10:31

Við minnum á að það er frí á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21 apríl. Einnig viljum við minna á starfsdaginn sem er núna nk. föstudag þann 22.apríl. Það er engin kennsla þessa daga og einnig verður lokað í frístund. Gleðilegt sumar!

Myndir frá árshátíðarkvöldverði 10.bekkjar

18.04.2016 14:09:08

Myndir frá árshátíðarkvöldverði 10.bekkjar eru komnar inn á heimasíðuna, þær má finna undir myndasöfn eða hér hægra megin á síðunni.

Skóladagatal 2016-2017

10.04.2016 21:19:07

Skóladagatal fyrir næsta skólaár, 2016-2017, hefur verið samþykkt af skólaráði skólans, starfsmönnum og fræðsluráði Reykjanesbæjar. Hægt er að skoða það með því að smella hér!

Leiksýning í Akurskóla - Bugsy Malone

09.04.2016 16:28:21

Föstudaginn 8. apríl frumsýndi leiklistarvalið í Akurskóla Bugsy Malone fyrir troðfullu húsi. Önnur sýning var einnig fjölmenn á laugardeginum.  Við óskum nemendum og leikstjóranum Kjartani Má Gunnarssyni til hamingju með sýninguna. Myndir frá frumsý...

Bugsy Malone

08.04.2016 10:10:22

Í vetur hafa nokkrir nemendur í 8.-10.bekk verið í leiklistarvali hjá Kjartani Má Gunnarssyni þar sem þau æfðu leikritið Bugsy Malone. Nú er komið að því að sýna afrakstur vetrarins og það verða haldnar tvær sýningar, í kvöld föstudaginn 8 apríl  klu...