Starfsdagur á morgun

23.05.2016 15:51:05

Við minnum á að á morgun, þriðjudaginn 24 maí, er starfsdagur hjá starfsmönnum Akurskóla og því fellur niður öll kennsla og frístund.

Þemadagar

12.05.2016 12:32:34

Dagana 27.-29. apríl voru þemadagar í Akurskóla. 1.-4. bekkur voru saman með þema sem bar heitið sjálfbærni og voru börnin frædd meðal annars um endurvinnslu, matarsóun og spillingu. Þau sinntu ýmsum verkefnum eins og til dæmis að fara út að týna rus...

Sumargjafir frá foreldrafélaginu

19.04.2016 14:44:06

Í dag kom Hrefna Díana fyrir hönd foreldrafélagsins og gaf nemendum Akurskóla veglegar sumargjafir. Við í Akurskóla þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir frábært framlag.

Sumardagurinn fyrsti og starfsdagur

18.04.2016 14:10:31

Við minnum á að það er frí á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21 apríl. Einnig viljum við minna á starfsdaginn sem er núna nk. föstudag þann 22.apríl. Það er engin kennsla þessa daga og einnig verður lokað í frístund. Gleðilegt sumar!

Myndir frá árshátíðarkvöldverði 10.bekkjar

18.04.2016 14:09:08

Myndir frá árshátíðarkvöldverði 10.bekkjar eru komnar inn á heimasíðuna, þær má finna undir myndasöfn eða hér hægra megin á síðunni.

Skóladagatal 2016-2017

10.04.2016 21:19:07

Skóladagatal fyrir næsta skólaár, 2016-2017, hefur verið samþykkt af skólaráði skólans, starfsmönnum og fræðsluráði Reykjanesbæjar. Hægt er að skoða það með því að smella hér!