Pangea stræðfræðikeppni

25.03.2019 09:27:26

Á laugardaginn tók Sunneva Eldbjörg Sigtryggsdóttir í 9.bekk þátt í undanúrslitum í Pangea stærðfræðikeppninni. Hún var ein af 86 nemendum úr 8. og 9. bekk á landsvísu sem komust í undanúrslit af 3352 nemendum.

Stóra upplestrarkeppnin

19.03.2019 14:34:08

Í dag var undankeppni Stóru-upplestarkeppninnar haldin á sal skólans. Nemendur í 7. bekk, þau Elísabet Jóhannesdóttir, Árný Eyja Ólafsdóttir, Jón Garðar Arnarsson, Íris Sævarsdóttir, Nína Karen Guðbjörnsdóttir, Eva Júlía Ólafsdóttir, Margrét Norðfjörð Karlsdóttir, Óðinn Kristjón Weaver og Berglind Ósk Wium Kristbergsdóttir sem hafa æft að kappi síðan í nóvember lásu valda texta og ljóð.

Stærðfræðikeppni grunnskólanna

08.03.2019 12:05:41

Í gær voru viðurkenningar veittar fyrir 10 efstu sæti í stærðfræðikeppni grunnskólanema sem haldin er árlega í Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir nemendur í 8. - 10. bekk.

Skóladagatal 2019-2020

06.03.2019 14:35:17

Skóladagatal Akurskóla fyrir skólaárið 2019-2020 er komið inn á vef skólans.

Öskudagur

05.03.2019 14:07:23

Á morgun, miðvikudag, er öskudagur og því skertur nemendadagur. Allir nemendur mæta klukkan 8:10 í skólann og skóla lýkur klukkan 10:40.

Vetrarfrí og starfsdagur

20.02.2019 15:38:09

Föstudaginn 22. febrúar er vetrarfrí í Akurskóla. Enginn skóli er þennan dag, frístundarheimilið er lokað, sem og skrifstofa skólans. Mánudaginn 25. febrúar er starfsdagur í Akurskóla. Allir nemendur eiga frí og er frístundarheimilið einnig lokað. Skóli hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 26. febrúar