Skólaslit 2019

14.05.2019 15:24:15

Miðvikudaginn 5. júní verða skólaslit Akurskóla. Foreldrar og forráðamenn eru hjartanlega velkomnir með börnum sínum. Við hvetjum fjölskyldur að koma gangandi, hjólandi eða með strætó á skólaslitin. Ef fjölskyldur koma á bíl bendum við á bílastæði vi...

Óvissuferð unglingastigs

13.05.2019 14:59:15

Föstudaginn 10. maí var árleg óvissuferð unglingastig Akurskóla. Lagt var af stað frá skólanum kl. 12:00 en í ferðina fóru 74 nemendur ásamt 3 kennurum. Krakkarnir voru mjög spenntir með farangur, svefnpoka og dýnur enda framundan mikið fjör og gisting á óþekktum stað. Fyrsti áfangastaður var Skautahöllin í Laugardal en þar var skautað í diskóljósum og partýtónlist í klukkustund.

Hæfileikahátíð grunnskólanna

10.05.2019 16:13:26

Hæfileikahátíð grunnskólanna Fimmtudaginn 9. maí fór fram Hæfileikahátíð grunnskólanna. 5. og 6. bekkur fóru fyrir hönd Akurskóla á hátíðina og var 6. bekkur með atriði. Atriðið gekk mjög vel og var þetta hin mesta skemmtun.

Litla upplestrarhátíðin

10.05.2019 15:50:53

Litla upplestrarhátíðin fór fram miðvikudaginn 8. maí. Nemendur 4. bekkjar taka þátt í Litlu upplestrarhátíðinni en hún er undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin er ár hvert í 7. bekk.

Góðir gestir í heimsókn

08.05.2019 15:08:37

Í morgun fengum við 16 mjög áhugasama gesti frá Tékklandi í heimsókn. Þetta voru skólastjórnendur, starfsmenn á skólaskrifstofu og kennarar sem skara fram úr í Tékklandi, en þau eru búin að heimsækja nokkra íslenska skóla í vikunni.

Sumargjafir

03.05.2019 12:05:35

Foreldrafélag Akurskóla kom færandi hendi í dag. Guðrún María kom fyrir hönd foreldrafélagsins og gaf okkur sumargjafir. Sigurbjörg skólastjóri tók við gjöfunum fyrir hönd skólans. Takk fyrir okkur.