Nemendafélag

Í Akurskóla er starfrækt nemendafélag sem skipað er nemendum í 8. – 10. bekk. Nemendur velja sjálfir að vera í nemendaráði. Í byrjun skólaárs kýs nemendafélagið sér stjórn sem í sitja: formaður, varaformaður, markaðsstjóri, viðburðarstjórar og gjaldkeri. Nemendafélagið kýs einnig nemendur úr sínum röðum í nemendaráð, sem er minni hópur innan nemendafélagsins sem fundar reglulega og leggur drög að skipulagi félagslífsins sem svo er nánar útfært af nemendafélaginu. Stjórn nemendafélagsins er sjálfkjörin í nemendaráðið.

Hlutverk nemendafélagsins er að skipuleggja og hafa yfirumsjón með félagslífi nemenda og gæta að hagsmunum og velferðarmálum þeirra. Formaður og fulltrúi nemendaráðs eru áheyrnarfulltrúar nemenda í skólaráði. Einnig situr formaður ásamt varaformanni í ungmennaráði Reykjanesbæjar.

Stjórn nemendafélags Akurskóla skólaárið 2021 – 2022

Formaður: Hermann Borgar Jakobsson

Varaformaður: Jón Garðar Arnarsson

Gjaldkeri: Helga Lilja Bess Magnúsdóttir

Markaðsstjóri: María Rán Ágústsdóttir

Meðstjórnendur: Elvar Ásmundsson og Margrét Norðfjörð Karlsdóttir

Viðburðastjórar: Íris Sævarsdóttir og Mikael Máni Hjaltason

Félagsstarf Akurskóla

Nemendafélagið stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum fyrir unglingastig á skólaárinu: kökukeppni, opið hús einu sinni í viku, gistinótt nemendaráðs, sér um skólapeysur, snúðanesti og margt fleira. Einnig verður nemendafélagið með dagskrá í frímínútum og í hádeginu fyrir unglingastigið.

 

Nemendafélagið stendur fyrir ýmsum viðburðum fyrir yngri nemendur skólans. Til að mynda böll, útileikir og kósýkvöld þar sem m.a. verður farið í leiki, dansað og haft gaman. Einnig verða haldnir fjölbreyttir föndurviðburðir. Þrír til fjórir viðburðir eru fyrir hvern árgang á önn.

 

Sameiginlegir viðburðir eru haldnir fyrir 5. – 7. bekk á vegum Fjörheima. Frítt er inn á alla viðburði en sælgæti og gos er til sölu í sjoppu á staðnum. Sameiginlegir viðburðir fyrir unglingastig eru mót og keppnir eins og Gettu enn betur, dodgeball- og fótboltamót. Akurskóli tekur einnig þátt í Skólahreysti og Grunnskólamótinu í sundi.

 

Allir viðburðir á vegum nemendafélagsins eru vímuefnalausir en rannsóknir sýna að áhrif jafningjahópsins eru mikil í lífi unglinga og því skiptir miklu máli að ungir sem aldnir standi saman að því að skapa heilbrigða unglingamenningu.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla