14. september 2022

Ævar Þór rithöfundur í heimsókn

Ævar Þór rithöfundur í heimsókn

Ævar Þór Benediktsson rithöfundur kom í heimsókn í Akurskóla í dag, miðvikudaginn 14. september  og las fyrir nemendur í 5.- 7. bekk úr bókinni Skólaslit og afhenti skólanum nokkur eintök af bókinni.

Bókin Skólaslit kemur út frá verkefni sem Ævar Þór vann að með nemendum og kennurum úr Reykjanesbæ í október á síðasta ári. Á hverjum degi samdi hann nýjan kafla sem nemendur lásu eða hlustuðu á í skólanum. Í skólanum var svo þema um miðjan október þar sem hrollvekjur voru viðfangsefnið.


Ævar kynnti líka fyrir nemendum söguna Skólaslit 2: Dauð viðvörun sem verður næsta verkefni skóla í Reykjanesbæ og Ævars. Það mátti heyra á nemendum að þeir væru ánægðir með það því upphrópanir eins og Yeesss. heyrðust um allan sal. Það verður áhugavert að fylgjast með nýrri spennandi og hrollvekjandi sögu í október.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla