14. desember 2020

Akurskóli er þátttakandi í heilsueflandi grunnskóli

Akurskóli er þátttakandi í heilsueflandi grunnskóli

Akurskóli er kominn í hóp heilsueflandi grunnskóla á Íslandi. Markmið heilsueflandi grunnskóla er vinna markvisst að heilsueflingu og skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks. Skólaárið 2020-2021 fer í innleiðingu og undirbúning á verkefninu. Stýrihópur skólans er að vinna að heilsustefnu skólans og verður hún kynnt á nýju ári en markmið stefnunar er að hvetja nemendur og starfsmenn til virkrar þátttöku og aukinnar meðvitundar um lífsgæði og bættrar heilsu.

Sérstök áhersla er lögð að vinna með átta lykilþætti sem tengjast skólastarfinu. Áhersluþættir heilsueflandi grunnskóla eru mataræði/tannheilsa, hreyfing/öryggi, geðrækt, heimili, lífsleikni, nemendur, nærsamfélag og starfsfólk.

Nánar um heilsueflandi grunnskóla: https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item12346/Heilsueflandi_grunnskoli

Mynd með frétt: Bjarki Jóhannsson

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla