27. júlí 2020

Andlát - Magnea Ólafsdóttir

Magnea Ólafsdóttir
f. 28.11.1969 - d. 06.07.2020

Magnea Ólafsdóttir kennari við Akurskóla lést þann 6. júlí. Magnea hóf störf við Akurskóla í apríl 2010 og kenndi aðallega íslensku og dönsku á unglingastigi. Magnea var farsæll kennari sem miðlaði af sinni miklu þekkingu á frjóan og skemmtilegan hátt. Hún var mikill húmoristi og oft var mikill hlátur í kringum hana. Hennar verður sárt saknað.

Magnea var í veikindaleyfi frá störfum sínum síðast liðið skólaár en stefndi á að koma aftur um leið og heilsan leyfði. Hún veiktist síðan alvarlega 19. júní og lést á Landspítlanum 6. júlí. Magnea lætur eftir sig eina dóttur.

Útför Magneu hefur farið fram í kyrrþey.

Við sendum aðstandendum Magneu okkar dýpstu samúðarkveðjur.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla