8. september 2021

Bekkjarnámskrár komnar á heimasíðuna

Bekkjarnámskrár komnar á heimasíðuna

Skólanámskrá er tæki til mótunar skólastarfsins og um leið samningur lærdómssamfélagsins. Í henni er gefin yfirlýsing um hvers konar hugsun og viðhorf skuli einkenna skólastarfið.

Stöðugt er verið að þróa skólastarfið í Akurskóla til betri vegar og ávallt miðað að því að nemendur nái hámarksárangri, séu hamingjusamir og heilbrigðir.

Skólanámskrá Akurskóla er birt í tveimur ritum, almennum hluta og starfsáætlun skólans. Bekkjarnámskrár eða kennsluáætlanir tilheyra starfsáætlun og er skipt eftir árgöngum. Í bekkjarnámskrám koma fram hæfniviðmið, kennsluaðferðir og námsmat auk upplýsinga um námsefni, tímafjölda í fagi og nafn kennara.

Bekkjarnámskrár fyrir alla árganga hafa nú verið birtar á heimasíðu skólans og hægt er að smella hér til að nálgast þær.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla