16. október 2020

Förum varlega - virðum sóttkví – nýjar upplýsingar

Förum varlega - virðum sóttkví – nýjar upplýsingar

Í gær fór um 20% af þeim sem tengjast skólanum og eru í sóttkví í skimun vegna Covid-19. Því miður hafa þrjú ný smit bæst við. Þessi smit eru öll í unglingadeild eins og áður. Smitin eru nú 11 talsins sem tengjast Akurskóla.

Einhverjir sem greindust í gær voru algjörlega einkennalausir. Við hvetjum því alla til að fara mjög varlega næstu daga og þeir sem eru enn í sóttkví verða að virða hana, halda sig í 2 metra fjarlægð inn á heimilinum fara ekki í búð eða hitta aðra.

Enn og aftur hvetjum við forráðamenn og nemendur okkar að fara varlega í vetrarfríinu, ekki hitta aðra en nánustu fjölskyldu og fylgjast vel með ef einkenni koma fram. Þá er mikilvægt að halda okkur upplýstum um stöðu mála hjá nemendum sem fara í skimun.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla