20. mars 2020

Fyrsta vikan á enda - framhaldið

Fyrsta vikan á enda - framhaldið

Nú er þessi fyrsta vika, þar sem skólastarfi voru mikil takmörk sett af yfirvöldum, á enda. Þetta eru skrýtnir tímar en við teljum að vikan hafi gengið eins vel og hægt var miðað við aðstæður.

Við höfum öll þurft að laga okkur að breyttum aðstæðum og setja strangari reglur um umgengni um skólann. Nemendum í skóla hefur að mestu leyti gengið vel að fara vel eftir reglum en við sjáum og finnum að þeir sakna bekkjarfélaga og finnst þeir einangraðir. Það er skiljanlegt. Sama að við um unglingana sem hafa samt verið ótrúlega duglegir og vinnusamir.

Skólamatur hefur líka verið að laga sig að nýjum aðstæðum og nýr matseðill er væntanlegur frá þeim.

Við höldum áfram inn í næstu viku á sama hátt. Umsjónarkennarar senda ykkur nánara skipulag en meginlínan er að áfram verður haldið að kenna annan hvern dag og nemendur í 8. – 10. bekk verða áfram í heimanámi með aðstoð.

Það er mikilvægt að tilkynna veikindi og leyfi til skólans þá daga sem nemendur eiga að mæta. Hægt er að tilkynna veikindi á Mentor og svo má hringja í skólann. Við viljum endilega vita ef þið ætlið að halda nemendum í 1. – 7. bekk heima á meðan á þessu ástandi stendur.

Við bendum á að skrifstofa skólans er ekki með sama opnunartíma og venjulega og viðvera kennara er engin eftir kennslu. Skrifstofan lokar nú um 14:00 alla daga. Við bendum foreldrum/forráðamönnum á að senda tölvupóst á þá starfsmenn sem þeir vilja ná í og viðkomandi starfsmaður hringir til baka eða svarar með tölvupósti. Netföng starfsmanna má finna á heimasíðu skólans:

http://www.akurskoli.is/um-skolann/starfsmannalisti

Einnig viljum við minna á tillmæli sóttvarnalæknis um samskipti barna eftir að skóla lýkur.

https://www.heimiliogskoli.is/2020/03/18/um-samgang-barna-eftir-skolatima-a-medan-samkomubanni-stendur/

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla