8. maí 2019

Góðir gestir í heimsókn

Í morgun fengum við 16 mjög áhugasama gesti frá Tékklandi í heimsókn. Þetta voru skólastjórnendur, starfsmenn á skólaskrifstofu og kennarar sem skara fram úr í Tékklandi, en þau eru búin að heimsækja nokkra íslenska skóla í vikunni. Við kynntum fyrir þeim skólastarfið og sýndum þeim svo flotta skólann okkar og það frábæra starf sem við erum að vinna og erum mjög stolt af. Skólinn, starfsmenn og nemendur okkar fengu mikið hrós frá þeim öllum en þau voru alveg hugfangin af starfinu í Akurskóla. Skólinn fékk miklar þakkir fyrir móttökurnar, smá gúmmelaði auk bókar um Prag sem bætist við bókakost bókasafnsins á næstu dögum.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla