6. maí 2022

Hátíðarkvöldverður 10. bekkjar 2022

Hátíðarkvöldverður 10. bekkjar 2022

Í ár gátu foreldrar haft hefðbundin hátíðarkvöldverð fyrir nemendur í 10. bekk áður en sameiginleg árshátíð unglinga í Reykjanesbæ var í Hljómahöll.

Kvöldið var mjög hátíðlegt, salurinn fallega skreyttur og matur frá Soho sem bragðaðist mjög vel. Amelía Rán og Elísabet voru veislustjórar og Eva Júlía flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Sigurbjörg skólastjóri sagði svo nokkur orð til nemenda og minnti þau á hve frábær þau væru og sagði frá öllu því góða sem hún minnist í samskiptum sínum við þau öll.

Í aðdraganda kvöldsins var mikil umræða um borða sem nemendur hafa fengið á þessu kvöldi. Þessir borðar hafa verið afhentir um árabil og hafa oftast heppnast vel en ekki alltaf. Í ár var ákveðið að þetta yrði í síðasta sinn sem nemendur fengju borða. Nemendur tóku því ákvörðun um að á öllum borðum stæði sama setningin en ekki eitt orð eða frasi sem í raun getur á engan hátt lýst öllum þeim eiginleikum sem hvert og eitt stendur fyrir. Setningin sem þau völdu var „Ekkert eitt orð skilgreinir mig“ sem er svo lýsandi fyrir þennan árgang og sendir skýr skilaboð. Jón Garðar og Íris afhentu borðana.

Frábært kvöld og fleiri myndir eru í myndasafni skólans.  

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla