24. maí 2019

Hraðamælingar við Akurskóla

Nemendur í 6. bekk stóðu vaktina frá 07:50 til 13:45 fyrir utan skólann og mældu hraðann á bílum sem óku fram hjá. Tilgangurinn var að vekja athygli bílstjóra á 30 km hámarkshraða sem er við skólann. Bílar sem óku Tjarnabrautina fram hjá skólanum voru mældir eftir bestu getu. Nemendur héldu uppi spjöldum til að hrósa þeim sem óku á réttum hraða eða hvetja þá sem keyrðu of hratt til að hægja á sér. Við náðum ekki öllum, því oft á tíðum voru bílar að koma úr báðum áttum. En nemendur gerðu sitt besta og voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma.

Lögreglan kíkti við í heimsókn nokkrum sinnum í dag til að sjá hvernig gengi og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir að sýna verkefninu áhuga.

Með fyrirvara um það að hraðamælirinn hefur bara staðist óformlegar prófanir og það að allir nemendur 6. bekkjar voru að spreyta sig á því að nota hann í fyrsta skipti. Þá eru niðurstöðurnar eftirfarandi.

891 bílar voru mældir á ofangreindum tíma og þeim skipt niður í eftirfarandi flokka. 462 bílar óku undir hámarkshraða eða undir 28 km/klst. 218 bílar óku á eða um hámarkshraða 28 – 34 km/klst. 106 bílar óku á 35 – 40 km/klst hraða sem er yfir hámarkshraða. Síðan óku 105 bílar á yfir 40 km/klst hraða og sá sem hraðast ók, var mældur á 58 km/klst hraða.

Því er ljóst að það eru tæplega 700 ökumenn sem virða hámarkshraða eða 76%. tæp 12% eru marktækt yfir hámarkshraða og tæp 12% eru að keyra allt of hratt.

Nemendur og starfsfólk Akurskóla vill þakka þeim ökumönnum sem sýndu margir mikla tillitssemi, óku vel undir hámarkshraða og hvöttu krakkana áfram með brosi og þumli.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla