14. desember 2020

Jólahátíð 18. desember og jólafrí í framhaldi

Jólahátíð 18. desember og jólafrí í framhaldi

Jólahátíð Akurskóla verður föstudaginn 18. desember og er með breyttu sniði í ár þar sem nemendur verða eingöngu í heimastofu með umsjónakennara. Nemendur mega koma með smákökur og drykk en mikilvægt er að hafa í huga að Akurskóli er hnetulaus skóli. 18. desember er skertur nemendadagur svo nemendur mæta á jólahátíðina og fara svo heim að henni lokinni. Frístundaheimilið Akurskjól er lokað þennan dag.

Nemendur í 1. – 10. bekk koma kl. 10 á jólahátíðina og dvelja um klukkustund í skólanum.

Að lokinni jólahátíð hefst jólafrí hjá nemendum og starfsmönnum skólans.

Skólastarf hefst á nýju ári mánudaginn 4. janúar 2021. Skipulag skólastarfs á nýju ári er ekki alveg ljóst og fer eftir þeim reglugerðum sem verða í gildi þá. Við látum foreldra og forráðamenn vita af breytingum eins fljótt og mögulegt er.

Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar.

Hátíðarkveðjur,
Stjórnendur Akurskóla.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla