20. desember 2019

Jólahátið nemenda

Jólahátið nemenda

Þann 20. desember var hátíð í Akurskóla. Nemendur komu saman í íþróttahúsinu og fylgdust með nemendum í 5. bekk sýna helgileik og nemendum í leiklistarvali sýna dans og flytja lag úr söngleiknum Hairspray sem sýndur verður með vorinu. Þá dönsuðu nemendur í kringum jólatréð og héldu svo í stofur og héldu litlu jól með umsjónarkennurum sínum.

Starfsfólk Akurskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Skólahald hefst aftur mánudaginn 6. janúar samkvæmt stundaskrá.

Fleiri myndir í myndasafni skólans.


Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla