4. desember 2020

Jólaskreytingar, mandarínur og föndur

Þrátt fyrir skrýtna tíma og skert skólastarf í 8. – 10. bekk brutum við upp skólastarf 2. desember. Nemendur skreyttu stofurnar sínar og hin árlega jólahurðakeppni var sett af stað. Í stað hefðbundins jólaföndurs foreldrafélagsins gáfu foreldrar nemendum í 7. – 10. bekk mandarínur og piparkökur og nemendur í 1. – 6. bekk koma með jólaföndurpakka heim í dag. Frábært framtak hjá foreldrafélaginu og sniðug lausn. Meðfylgjandi myndir eru af nokkrum jólahurðum og skreytingum í stofum.

Fleiri myndir í myndasafni.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla