17. mars 2020

Kennsla á óvenjulegum tímum

Í dag var sérkennilegur dagur í Akurskóla. Rétt um 100 nemendur eru í skólanum sem dvelja meira og minna í sínu rými með sínum kennurum og stuðningsfulltrúum. Börnin fara þó í útiveru tvisvar sinnum á dag. 

Í dag voru nemendur í 3. bekk í skemmtilegu verkefni. Þau eru svo heppin að Helga Lára myndlistarkennari er hluti af þeirra teymi. Umsjónarkennarar eru að vinna með tröll og nemendur heyrðu sögu um það. Svo fengu nemendur að leira tröll undir handleiðslu Helgu Láru. Frábært verkefni. 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla