10. maí 2019

Litla upplestrarhátíðin

Litla upplestrarhátíðin

Litla upplestrarhátíðin fór fram miðvikudaginn 8. maí. Nemendur 4. bekkjar taka þátt í Litlu upplestrarhátíðinni en hún er undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin er ár hvert í 7. bekk. Meginmarkmið keppninnar er að nemendur flytji íslenskt mál sjálfum sér og öðrum til ánægju og að þeir hafi vandvirkni og virðingu að leiðarljósi við flutninginn.
Kynnar voru Grétar Ingi Jónsson og Viktor Þórir Einarsson. Elma Rún Arnarsdóttir spilaði á flautu í upphafi hátíðarinnar.

Foreldrar barnanna komu og hlustuðu á þau flytja ljóð og sögur. Nemendum 3. bekkjar var boðið að koma á hátíðina. Nemendur höfðu æft af kappi fyrir þessa keppni og stóðu allir sig með glæsibrag. Að loknum atriðum á sal var boðið til veislu í rými 4. bekkjar.

Nemendur fengu síðan viðurkenningaskjal fyrir þátttöku.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla