6. janúar 2021

Litlu jólin og þrettándinn

Litlu jólin og þrettándinn

Nemendur og starfsfólk Akurskóla áttu saman skemmtilega stund í morgun, 6. janúar. Eins og margir vita þurftum við að fresta litlu jólunum 18. desember hér í Akurskóla. Við ákváðum því að taka þrettándann með trompi í staðinn. Nemendur héldu strax í morgunsárið niður í Narfakotsseylu. Þar var búið að kveikja smá varðeld í eldstæðinu okkar. Starfsmenn skólans og stjórnendur gáfu nemendum heitt súkkulaði ásamt piparkökum. Björgunarsveitin Suðurnes og Slysavarnadeildin Dagbjörg gáfu okkur þrjár tertur og voru þær sprengdar við mikinn fögnuð. Þessi stund heppnaðist mjög vel, veðrið yndislegt þó það væri pínu kalt og líklegt að þetta verði hefð hjá okkur í framtíðinni.

Eftir þessa heimsókn í Narfakotsseylu héldu nemendur aftur upp í skóla og héldu hefðbundin litlu jól með kennurunum sínum.

Fleiri myndir í myndasafni.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla