10. september 2021

Ný einkunnarorð Akurskóla

Ný einkunnarorð Akurskóla

Síðastliðið skólaár var unnið að því að velja ný einkunnarorð fyrir Akurskóla. Ferlið hefur tekið nokkurn tíma en við erum stolt að kynna nýju orðin okkar en þau eru:

Virðing – Gleði – Velgengni

Þessi orð koma nú í stað setningarinnar: Börn eru gleðigjafar, skapandi og fróðleiksfús. Þessi setning var sett sem gildi skólans við stofnun hans árið 2005.

Við höfum valið og unnið með nýju orðin bæði meðal starfsmanna og nemenda. Meðfylgjandi er listi þar sem búið er að draga saman allt það sem kom frá nemendum skólans um hvað hvert orð stendur fyrir.

Að sjálfsögðu komu sum orð oftar fyrir en önnur og eru þau dregin saman hér og lituð.

Nú fáum við í lið með okkur hönnuð til að setja orðin okkar á blað og hvað stendur að baki þeim að mati nemenda.

Skemmtileg vinna sem á eftir að móta starf okkar og sýn næstu árin.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla