1. september 2022

Setning Ljósanætur í Akurskóla

Setning Ljósanætur í Akurskóla

Fimmtudaginn 1. september var Ljósanótt sett við Akurskóla eins og við alla aðra grunnskóla bæjarins. Mikil stemming var við setninguna en Sif úr 2.bekk, Jóhann Haukur úr 6.bekk, og Freyja Sif í 9. bekk flögguðu Akurskólafánanum, Reykjanesbæjarfánanum og Ljósanæturfánanum. Nemendur sameinuðust svo og sungu Ljósanæturlag Ásmundar Valgeirssonar. Nemendur í 3. og 7. bekk héldu svo í skrúðgarðinn á sameiginlega setningu Ljósanætur. 

Á morgun föstudaginn 2. september heldur svo gleðin áfram og við fáum trúbador og bjóðum upp á sápukúlu-danspartý eftir hádegi. 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla