18. febrúar 2021

Skólakeppni Stóru-upplestrarkeppninnar

Skólakeppni Stóru-upplestrarkeppninnar

Skólakeppni Stóru-upplestrarkeppninnar fór fram í Akurskóla í dag, fimmtudaginn 18. febrúar.

Sjö nemendur úr 7. bekk lásu upp sögu og ljóð fyrir samnemendur sína. Þrír dómarar skáru svo úr um að Nikolai Leo Jónsson og Haukur Freyr Eyþórsson verða aðalmenn Akurskóla í lokakeppninni og Birta Rós Vilbertsdóttir verður varamaður.

Aðrir keppendur á sal voru: Una Bergþóra Ólafsdóttir, Denas Kazulis, Mikael Máni Hjaltason og Þórhildur Anna Þórisdóttir.

Dómarar voru Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi skólastjóri Njarðvíkurskóla, Hrafnhildur Hilmarsdóttir fyrrverandi kennari í Holtaskóla og Katrín Jóna Ólafsdóttir deildarstjóri í Akurskóla.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla