18. ágúst 2021

Skólasetning 24. ágúst 2021

Skólasetning 24. ágúst 2021

Skólasetning Akurskóla verður þriðjudaginn 24. ágúst

1. bekkur

Mæting kl. 8.00. Mæting beint í stofur. Tjörn og Stekkur. Að hámarki einn aðili má mæta með hverju barni. Foreldrar virði 1m regluna og komi með grímu. Nemendur fara heim eftir skólasetningu.

2. – 4. bekkur

Kl. 10.00 Aðeins eitt foreldri með hverju barni. Mæta beint í rými og foreldrar virða 1m regluna. Grímuskylda fyrir foreldra. Nemendur fara heim eftir skólasetningu.

5. – 10. bekkur

Kl. 9.00 Nemendur mæta án foreldra inn í sín rými og umsjónarkennari tekur á móti hópnum. Nemendur fara heim eftir skólasetningu. Foreldrar geta óskað eftir því að fylgja börnum sínum á skólasetningu inn í skólann af sérstökum ástæðum með því að senda póst á umsjónarkennara eða stjórnendur.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla