5. júní 2019

Skólaslit Akurskóla og útskrift 2019

Skólaslit Akurskóla og útskrift 2019

Skólaslit Akurskóla fóru fram miðvikudaginn 5. júní í fjórtánda sinn.

Nemendur í 1. – 9. bekk mættu kl. 9 í íþróttahús Akurskóla. Þar fór Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri yfir það helsta í skólastarfinu, tvö tónlistaratriði voru flutt en þær Gabríela og Karólína Paszkowska spiluðu tvö lög á píanó. Sigurbjörg þakkaði svo nemendum og foreldrum fyrir samstarfið og starfsfólki skóla fyrir vel unnin störf áður en skóla var slitið. Eftir það fóru nemendur hver með sínum umsjónarkennara í sín rými og allir nemendur skólans fengu hrósskjöl og vitnisburð sinn fyrir skólaárið.

Útskrift og skólaslit fyrir nemendur í 10. bekk fór svo fram kl. 11. Melkorka Mjöll Sindradóttir spilaði lag á píanó og Styrmir Pálsson á fiðlu. Skólastjóri ávarpaði útskriftarnemendur og gesti ásamt því að umsjónarkennarar hópsins þær Guðrún Gunnarsdóttir og Þorbjörg Guðmundsdóttir fluttu ræðu. Alma Rut Einarsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Þá voru nemendur útskrifaðir með því að lesa upp hrós um hvern og einn, fá afhenta rós og trefil merktan Akurskóla og útskriftarárinu.

Þrettán nemendur í 10. bekk hlutu viðurkenningu á skólaslitum:

Alma Rut Einarsdóttir fyrir framúrskarandi námsárangur. Maðurinn frá UMFN.

Anna Lilja Ásgeirsdóttir fyrir góðan námsárangur. Orðbragð frá Akurskóla.

Joules Sölva Jordan fyrir góðan námsárangur. Orðbragð frá Lionsklúbbnum í Njarðvík.

Kristján Alex Friðriksson fyrir framfarir í námi og framkomu. Sagnir úr Reykjanesbæ frá Akurskóla.

Lára Björg Phuoc Önundardóttir fyrir góðan námsárangur. Handbók um íslensku frá Eymundsson.

Lára Ösp Ásgeirsdóttir fyrir góðan námsárangur. Vísindabókin frá Akurskóla.

Lovísa Andrésdóttir fyrir góðan námsárangur. Dönsk teiknimyndasaga frá Danska sendiráðinu.

Réka Alexa Frankó fyrir framúrskarandi starf í Unglingadeildinni Kletti. Höfuðljós frá Kletti.

Sigurveig Sara Guðmundsdóttir fyrir framúrskarandi námsárangur. Jörðin frá Kvenfélaginu Njarðvík.

Sólveig Sigurðardóttir fyrir framúrskarandi námsárangur. Náttúran frá Kölku.

Stefanía Lind Guðmundsdóttir fyrir góðan námsárangur og góð störf í þágu félagslífs Akurskóla. Nína frá Lionsklúbbnum í Njarðvík.

Styrmir Pálsson fyrir framúrskarandi árangur í lestri. Sagnir úr Reykjanesbæ frá Akurskóla.

Þórdís María Aðalsteinsdóttir fyrir framúrskarandi námsárangur. Jörðin frá Lionsklúbbnum Æsur.

 

Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og hlökkum til að sjá alla í haust.

Fleiri myndir í myndasafni.

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla