9. júní 2022

Skólaslit og útskrift 10. bekkar vor 2022

Skólaslit og útskrift 10. bekkar vor 2022

Skólaslit Akurskóla fóru fram miðvikudaginn 8. júní og fimmtudaginn 9. júní.

Nemendur í 10. bekk voru útskrifaðir 8. júní við hátíðlega athöfn. Nemendur og aðstandendur þeirra mættu í íþróttahúsið þar sem Jón Garðar Arnarsson spilaði á píanó í upphafi athafnar. Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri flutti ávarp, Hermann Borgar Jakobsson og Margrét Norfjörð Karlsdóttir fluttu ávarp fyrir hönd nemenda og umsjónarkennararnir Haraldur Haraldsson og Kristín Þóra Möller töluðu til nemenda, afhentu vitnisburð og Akurskólatrefilinn til minningar um veru nemenda í Akurskóla. Sigurbjörg afhenti svo hverjum og einum rós. Eftir athöfn var nemendum, aðstandendum og starfsmönnum boðið til veglegrar veislu á sal skólans sem starfsmenn skólans höfðu undirbúið. Þær sem höfðu yfirumsjón með veitingum voru þær Ósk Benendiktsdóttir, Kolbrún Alexandersdóttir, Gréta Björgvinsdóttir og Halldóra Ólöf Sigurðardóttir.

Að venju voru veittar viðurkenningar við útskrift nemenda. Eftirfarandi nemendur hlutu viðurkenningar:

Aníta Hrund Hreinsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir mjög góðan námsárangur bókina Orðbragð frá Akurskóla.

Elísabet Jóhannesdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur bókina Náttúran frá Lionsklúbbnum Æsu.

Eva Júlía Ólafsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir þrautsegju í námi bókina Kristín Þorkelsdóttir frá Lionsklúbbnum í Njarðvík

Hanna Sigríður Hallsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir mjög góðan námsárangur bókina  Det år sjæle slår smut frá Danska sendiráðinu.

Hermann Borgar Jakobsson hlaut viðurkenningu fyrir félagsstörf og fyrir að vera jákvæður leiðtogi bókina Húsið okkar brennur frá Kölku.

Íris Sævarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur bókina Náttúran frá Kölku.

Jón Garðar Arnarsson hlaut viðurkenningu fyrir mjög góðan námsárangur og fyrir að vera jákvæður leiðtogi bókina Maðurinn frá UMFN.

María Rán Ágústsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir mjög góðan námsárangur bókina Samheitaorðabókin frá Eymundsson.

Nína Karen Guðbjörnsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir mjög góðan námsárangur bókina Hjarta Íslands frá Lionsklúbbnum í Njarðvík

Rakel Anna Ágústsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir mjög góðan námsárangur bókina Samheitaorðabókin frá Kvenfélaginu í Njarðvík

Þórey Una Arnlaugsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf í unglingadeildinni Kletti skjal og ljós frá Kletti.

 

Nemendur í 1. – 9. bekk mættu svo á skólaslit í íþróttahús Akurskóla kl. 9.00 fimmtudaginn 9. júní. Lena Katarzyna í 4. bekk spilaði á píanó, Sigurbjörg skólastjóri flutti ávarp og sleit síðan skóla. Nemendur fóru svo með kennurum sínum í stofur þar sem umsjónarkennarar lásu upp hrósskjöl nemenda og afhentu vitnisburð.

Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og hlökkum til að sjá alla í haust.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla