5. nóvember 2021

Smávægilegar breytingar á skóladagatali Akurskóla

Smávægilegar breytingar á skóladagatali Akurskóla

Ein af megináherslum skólaársins í Akurskóla er að efla stuðningsfulltrúa og frístundaleiðbeinendur í starfi. Ellefu stuðningsfulltrúar í Akurskóla taka þátt í námskeiði á vegum Menntamiðjunar þetta skólaárið.

Námið fer fram í sex lotum og í þremur þeirra er farið fram á að helsti samstarfsaðili stuðningsfulltrúanna sitji einnig námskeiðið.

Þegar skóladagatal Akurskóla var samþykkt í vor var ekki útséð um hvaða dagar væru skipulagðir í námskeiðið. Nú sjáum við að þrjár síðustu loturnar þar sem farið er fram á viðveru kennara og stjórnenda ásamt stuðningsfulltrúum eru mjög nálægt fyrirfram ákveðnum starfsdögum í Akurskóla.

Til að námið nýtist sem best höfum við gert smávægilegar breytingar á starfsdögum á skóladagatalinu.

Starfsdagur 12. janúar færist til 10. janúar.

Starfsdagur 15. mars færist til 10. mars.

Starfsdagur 18. maí færist til 16. maí.

 

Skólaráð hefur samþykkt breytingarnar fyrir sitt leyti og einnig starfsmannahópurinn á starfsmannafundi.

Fræðsluráð samþykkti breytingarnar á fundi 4. nóvember.

Nýtt skóladagatal má finna hér á heimasíðunni.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla