13. október 2021

Þemadagar

Þemadagar

Dagana 13. - 15. október eru þemadagar í Akurskóla. Þemað í ár er í anda hrollvekjunnar SKÓLASLIT eftir Ævar sem flestir nemendur eru að lesa og hlusta á. SKÓLASLIT er spennandi og hrollvekjandi lestrarupplifun fyrir áhugasama og forvitna krakka og líka alla hina sem vilja vera með. Lestrarupplifunin er í boði Reykjanesbæjar og er hugafóstur kennsluráðgjafa á Reykjanesi og Ævars Þórs Benediktssonar rithöfundar. 

Öllum nemendum skólans er skipt upp í 11 aldursblandaða hópa sem vinna með allskonar verkefni allt frá leðurblökum og köngulóm til skrímsla og uppvakninga. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar við upphaf þemadaga í morgun. 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla