29. janúar 2020

Uppfærð viðbragðsáætlun við vá

Í ljósi þeirra atburða sem nú eiga sér stað við Grindavík og Þorbjörn höfum við uppfært viðbragðsáætlun skólans við vá. Við höfum bætt inn viðbrögðum við jarðskjálfta ásamt því að setja niður á blað hvernig rýming frá skólanum myndi eiga sér stað ef til þess kæmi. 

Ef rýma þarf skólann eða skólalóðina vegna einhvers atburðar er mikilvægt að foreldrar komi ekki allir í einu upp að skólanum til að sækja börn sín. Við munum stýra því með skilaboðum hvernig og hvert foreldrar sækja börn sín. Þá gætu eldri nemendur verið sendir gangandi heim ef slíkt er óhætt eða jafnvel látnir safnast saman á öðrum stað fjarri skólanum til að láta sækja sig. 

Við biðjum því foreldra að lesa vel þessa áætlun.
Viðbragðsáætlun við vá.

Þá má benda á að við höfum í mörg ár einnig haft viðbragðsáætlun vegna flensufaraldurs og má finna það skjal á heimasíðu skólans undir hagnýtt. 

http://www.akurskoli.is/media/3/flensufaraldur-aaetlun-2019.pdf

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla