15. október 2020

Upplýsingar um stöðuna

Upplýsingar um stöðuna

Í gær greindist einn nemandi Akurskóla með Covid-19. Nemandinn var í sóttkví og því hefur þetta engin áhrif þannig að fleiri fari í sóttkví. Smitin eru því alls orðin 8 sem tengjast skólanum og samkvæmt okkar upplýsingum er enginn alvarlega veikur.

Í dag fer hluti af nemendum í 10. bekk í skimun og vonandi er enginn jákvæður þar.

Nemendur í 7. – 10. bekk verða áfram í heimanámi með aðstoð út þessa viku.

Mánudaginn 19. október og þriðjudaginn 20. október er svo vetrarfrí í skólanum. Við biðjum alla um að fara varlega næstu daga, virða sóttkví og huga vel að persónulegum sóttvörnum.

Enn og aftur sendum við batakveðjur á þá nemendur og starfsmenn sem eru veikir og baráttukveðjur til þeirra sem eru í sóttkví.  

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla