3. október 2019

Verðlaunaafhending göngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ

Verðlaunaafhending göngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ

Í dag voru veitt verðlaun fyrir besta árangurinn í Ólympíuhlaupi ÍSÍ ásamt verkefninu göngum í skólann

Veitt voru verðlaun fyrir hvert aldursstig og var hver árgangur saman sem lið. 

Áður en verðlaunin voru veitt, þá tóku kennarar og nemendur þátt í smá keppni milli árganga í einskonar boðhlaupi með þrautum.

 

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Á yngsta stigi var það árgangur 2011 sem vann Ólympíuhlaupið en þau hlupu að meðaltali 4,7 km á hvern nemanda. 

Árgangur 2010 fékk sérstök verðlaun fyrir bestu þátttökuna en 96% af árgangnum tók þátt í hlaupinu.

Á miðstigi var það árangur 2008 sem bar sigur úr bítum en þau hlupu að meðaltali 7 km á hvern nemanda.

Á unglingastigi var það svo árangur 2004 sem sigraði en þau hlupu að meðaltali 8,2 km á hvern nemanda, en þau hlupu flesta kílametra í skólanum.

 

Göngum í skólann

Á yngsta stigi var það árgangur 2010 sem sigraði.

Á miðstigi vann árgangur 2009.

Á unglingastig var það svo árgangur 2004 sem vann.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla