30. apríl 2020

Við hlökkum til 4. maí

Við hlökkum til 4. maí

Mánudaginn 4. maí hefst hefðbundið skólastarf í skólum landsins. Við ætlum þó áfram að passa okkur vel, mæta ekki veik í skólann, passa upp á handþvott og sprittun og við í skólanum höldum áfram að spritta snertifleti oft á dag. Þá biðjum við foreldra enn að fylgja börnunum sínum að skólanum en koma ekki inn og við reynum að takmarka heimsóknir fullorðna í skólann út skólaárið.

Við minnum á að íþróttir verða kenndar inni í sal þennan mánuðinn og sundkennsla hefst líka. Munið því eftir íþrótta- og sundfötum.

Það hefur verið ákveðið að fara með 10. bekk í sína útskriftarferð 13. til 15. maí og 7. bekkur fer í skólabúðir á Úlfljótsvatn 11. – 13. maí. Aðrir árgangar fara í styttri vorferðir þegar líða tekur á maí.

Við áttum okkur á því að fjárhagsleg staða á heimilum nemenda er misjöfn á þessum óvissutímum. Ef einhverjir foreldrar eru í vandræðum með að greiða fyrir ferð vegna atvinnumissis má hafa samband við mig á netfangið sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is og við finnum út úr málunum. Það á ekkert barn að vera eftir heima út af ástandinu. Við hjálpumst að á þessum tímum.

Smávægilegar breytingar verða á skóladagatali Akurskóla fram á vor. Starfsdagar sem vera áttu 29. og 30. apríl var frestað. Annar af þessum dögum verður 20. maí. Við ætlum ekki að vera með hefðbundinn samtalsdag 27. maí heldur bjóða þeim foreldrum sem þess óska að fá símtal frá umsjónarkennara. Skerti dagurinn 27. maí verður því færður til 4. júní. Það verður því hefðbundin kennsla 27. maí.

Fyrirkomulag skólaslita og útskriftar úr 10. bekk í júní verður kynnt síðar.

Í dag færði Foreldrafélag Akurskóla í samstarfi við starfsmannafélag Akurskóla og stjórnendur Akurskóla starfsmönnum skólans veglegan þakklætisvott, inneign á KEF, fyrir að standa vaktina við erfiðar aðstæður undanfarnar vikur. KEF Restaurant styrkti einnig gjöfina rausnarlega og þökkum við þeim kærlega fyrir það.

Við hlökkum til að fylla skólann aftur af börnum og snúa aftur í hefðbundið starf. Við klárum þetta ár af krafti.

--------------------------------------------------------------- 

On Monday, May 4, traditional schooling will restart in the country's schools. However, we will continue to take good care of ourselves, not attend school sick, be mindful of hand washing and sanitizing, and we at school continue to sterilize surfaces frequently every day. Then we still ask parents to accompany their children to school but do not come into the school building and we try to limit adult visits to school throughout the school year.

We remind you that sports will be taught inside the gym this month and swimming lessons will also begin. So remember sports- and swimwear.

It has been decided to take the 10th grade on their graduation trip 13th to 15th May and the 7th grade will go to school camp on Úlfljótsvatn 11th - 13th May. Other classes go on shorter spring field trips later in May.

We realized that the financial situation in the homes of students varies during these times of uncertainty. If any parents are having trouble paying for a trip due to a job loss, contact me at sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is and we will figure out a solution. There will be no child left at home because of the circumstances. We support each other in times of need.

Slight changes will occur on the school calendar of the Akurskóli until spring. The organizational days that were scheduled April 29 and 30 were postponed. One of these days will be May 20. We do not intend to have a traditional parent teacher conference day on May 27, but to invite those parents who wish to receive a call from the supervising teacher. The shortened day of May 27 will therefore be moved to June 4. It will therefore be a normal school day on May 27th.

Arrangements for school dissolution and graduation from grade 10 in June will be presented later.

Today, the Parents Association of Akurskóli, in collaboration with the Akurskóli employee association and the managers of the Akurskóli, staff of the school received a grateful acknowledgment, a gift card to KEF restaurant, as a gratitude for their important role in the difficult circumstances in recent weeks. KEF Restaurant also generously sponsored the gift and we send them our thanks.

We look forward to filling the school back with children and returning to traditional work. We finish this year with vigor.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla