Skóladagatal

Skóladagatal 2023-2024. Birt 17. mars með fyrirvara um breytingar. Dagatalið hefur verið samþykkt af starfsfólki og skólaráði. 

Útskýring á skóladagatali fyrir skólaárið 2023-2024
Starfstími nemenda í grunnskóla er á hverju skólaári að lágmarki níu mánuðir og eiga skóladagar nemenda að vera eigi færri en 180. Fjöldi skóladaga nemenda er lögbundinn. Skóladagar nemenda eru á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní.

Útskýring á uppbrotsdögum, skertum skóladögum, starfsdögum og vetrarleyfi:
Uppbrotsdagar eru einstaka skóladagar þar sem stundatöflu nemenda er breytt verulega en upphaf og lok skóladags er því næst þau sömu. Uppbrotsdagar eru nýttir til óhefðbundins skólastarfs s.s. þemadaga og annara viðburða. Uppbrotsdagar geta mest orðið 10 dagar á skólaárinu. Í Akurskóla verða tíu uppbrotsdagar á skólaárinu 2023-2024 og eru þeir tilgreindir með gráum lit á skóladagatalinu. Frístundaheimilið Akurskjól er opið á uppbrotsdögum.
Uppbrotsdagar á skólaárinu eru: Skólasetning (23. ágúst), Ólympíuhlaup ÍSÍ (12. september), Þema (12. og 13. október, 30. maí, 31. maí og 3. júní), Fullveldisdagurinn (1. desember), Þrettándinn haldinn hátíðlegur (5. janúar) og Dagur stærðfræðinnar (14. mars)

Skertir skóladagar nemenda teljast ekki til uppbrotsdaga og geta verið tíu talsins. Með skertum skóladögum er átt við daga þar sem skólastarf er skert og nemendur dvelja oft skemur í skólanum en stundatafla segir til um. Í Akurskóla verða tíu skertir skóladagar á skólaárinu 2023-2024 og eru þeir tilgreindir með dökkgrænum lit á skóladagatalinu.
Frístundaheimilið Akurskjól er opið á uppbrotsdögum nema á jólahátíð (20. desember), árshátíð (15. mars) og skólaslitum (5. júní).

Vetrarleyfi Akurskóla er sett í tvennu lagi þetta árið. Fyrri dagurinn 22. september kemur til vegna námsferðar starfsfólks Akurskóla til Finnlands. Seinna vetrarleyfið er á sama tíma og hjá öðrum skólum á svæðinu en þó bara einn dagur 23. október. Vetrarleyfi er tilgreint með appelsínumgulum lit á dagatalinu. Engin kennsla er þessa daga og frístundaheimilið er lokað.

Starfsdagar eru fimm á starfstíma nemenda. Engin kennsla er þessa daga og frístundaheimilið er lokað. Þessa daga nýta starfsmenn til undirbúnings skólastarfsins og úrvinnslu. Starfsdagar er tilgreindir með gulum lit á skóladagatalinu.
Starfsdagar á skólaárinu eru: 25. og 26. september (vegna námsferðar starfsfólks), 23. nóvember, 17. janúar og 16. febrúar.

Við gerð skóladagatala er reynt að dreifa uppbrotsdögum, skertum nemendadögum, vetrarleyfisdögum og starfsdögum á vikudagana yfir skólaárið.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla