Fréttir

Andlát - Magnea Ólafsdóttir
27. júlí 2020
Andlát - Magnea Ólafsdóttir

Magnea Ólafsdóttir f. 28.11.1969 - d. 06.07.2020 Magnea Ólafsdóttir kennari við Akurskóla lést þann 6. júlí. Magnea hóf störf við Akurskóla í apríl 2010 og kenndi aðallega íslensku og dönsku á unglingastigi. Magnea var farsæll kennari sem miðlaði af sinni miklu þekkingu á frjóan og skemmtilegan hátt. Hún var mikill húmoristi og oft var mikill hlátu...

Lesa meira
Frístundaheimili Akurskóla opnar frá 10. ágúst fyrir tilvonandi 1. bekkinga
24. júní 2020
Frístundaheimili Akurskóla opnar frá 10. ágúst fyrir tilvonandi 1. bekkinga

Reykjanesbær hefur ráðið námsmenn til starfa í gegnum sumarátak stjórnvalda í hin ýmsu störf og meðal annars til þess að starfa á Frístundaheimilum. Með þessu gefst okkur tækifæri til þess að opna Frístundaheimilin í þremur skólum frá 10. ágúst og viljum við bjóða tilvonandi 1. bekkingum Akurskóla, Háaleitisskóla og Stapaskóla að nýta sér þessa þjó...

Lesa meira
Sjálfsmatsskýrsla 2019-2020 er komin út
16. júní 2020
Sjálfsmatsskýrsla 2019-2020 er komin út

Á hverju ári fer fram ítarlegt mat á öllum þáttum skólastarfsins. Niðurstöður úr þessu matsferli er birt í sjálfsmatsskýrslu skólans. Við hvetjum alla til að kynna sér ritið og rýna í það sem vel hefur gengið og hvar við þurfum að bæta okkur.  Skýrsluna má nálgast með því að smella hér!...

Lesa meira
Lokun skrifstofu í sumar
11. júní 2020
Lokun skrifstofu í sumar

Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 12. júní. Við opnum skrifstofuna aftur miðvikudaginn 5. ágúst. Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst 2020. Starfsmenn Akurskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakka samstarfið á liðnu skólaári....

Lesa meira
Kornið komið út
5. júní 2020
Kornið komið út

Kornið skólablað Akurskóla er komið út. Blaðið er fullt af skemmtilegu efni og áhugaverðum greinum.  Nemendur í valinu Skólablað unnu blaðið og kemur það út rafrænt.  Smelli hér að lesa blaðið....

Lesa meira
Skólaslit og útskrift 10. bekkjar
5. júní 2020
Skólaslit og útskrift 10. bekkjar

Fimmtudaginn 4. júní var 10. bekkur útskrifaður úr Akurskóla. Í tenglsum við útskriftina héldu foreldrar hátíðarkvöldverð fyrir nemendur og starfsmenn, nemendur fengu borða með áletrun og Lalli töframaður steig á stokk. Tveir nemendur úr 10. bekk fluttu tónlistaratriði þær Dagrún Ragnarsdóttir spilaði á selló og Nína Björg Ágúsdóttir á píanó. Útskr...

Lesa meira
Vorhátíð
3. júní 2020
Vorhátíð

Í dag var haldin Vorhátíð hjá okkur í Akurskóla. Allir bekkir fengu sinn lit og kepptu í hinum ýmsu greinum. Það var neglt, hoppað í poka, rennt sér á sápu og kastað stígvéli. Þá var sparkað í bolta, skotið á körfu og slegið í golfbolta. Farið var í þrautabraut, sippað og þrætt perlum á band. Það var mikið fjör og stóðu nemendur sig með prýði.  Í h...

Lesa meira
Þemadagar
3. júní 2020
Þemadagar

Dagana 28., 29. maí og 2. júní voru þemadagar Í Akurskóla. Á unglingastigi var þemað Tækni – Hönnun – Umhverfisvernd. Nemendum úr 8. – 10. bekk var blandað saman í átta mismunandi hópa sem heimsóttu átta stöðvar sem kennarar höfðu sett upp. Stöðvarnar sem nemendur fengu að prófa voru allar mjög fjölbreyttar og nemendur virkilega áhugasamir. Nemendu...

Lesa meira
Skólaslit í Akurskóla vorið 2020
3. júní 2020
Skólaslit í Akurskóla vorið 2020

Ágætu foreldrar/forráðamenn Skólaslit Akurskóla fara fram á eftirfarandi tímum. 10. bekkur fimmtudaginn 4. júní kl. 20.00 á sal skólans, strax að loknum hátíðarkvöldverði. 1. – 9. bekkur föstudaginn 5. júní kl. 10.00 í stofum nemenda. Nemendur fara heim að loknum skólaslitum. Við biðjum ykkur í ljósi aðstæðna að taka tillit til þess að mæta ekki of...

Lesa meira
Hársprey frumsýnt í Akurskóla
28. maí 2020
Hársprey frumsýnt í Akurskóla

Miðvikudaginn 27. maí frumsýndi leiklistarvalið söngleikin Hársprey. Þrátt fyrir samkomubann og takmarkað skólahald má með sanni segja að vel hafi tekist til. Nemendur stóðu sig afar vel og sýndu frábæra takta á sviðinu. Allt var vel útpælt allt frá hárgreiðslu, búningum og útfærslu á sýningunni. Sönghæfileikar nemenda komu á óvart og söngleikurinn...

Lesa meira
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla