Fréttir

Upphaf skólastarfs og breytingar á tímasetningum
16. ágúst 2022
Upphaf skólastarfs og breytingar á tímasetningum

Nú styttist í að skólastarf hefjist í Akurskóla. Fyrsti dagurinn er 23. ágúst. Þessi dagur verður skóladagur hjá nemendum í 2. – 10. bekk og notum við hann fyrir hópefli og til að undirbúa starfið fram undan með nemendum. Umsjónarkennarar taka á móti nemendum þennan dag og verða með hópinn sinn til 13:20. Frístund hefst kl. 13.20 þennan dag fyrir n...

Lesa meira
Sumarfrí og lokun skrifstofu
19. júní 2022
Sumarfrí og lokun skrifstofu

Ágætu foreldrar/forráðamenn og nemendur Akurskóla Við erum komin í sumarfrí og skrifstofan er lokuð til mánudagsins 8. ágúst.  Hægt er að skrá nemendur í skólann í gegnum Mitt Reykjanes og ef erindið er brýnt þá er hægt að senda tölvupóst á netfangið akurskoli@akurskoli.is Hafið það gott í sumar og við sjáumst hress og kát í haust....

Lesa meira
Sjálfsmatsskýrsla 2021-2022 er komin út
19. júní 2022
Sjálfsmatsskýrsla 2021-2022 er komin út

Sjálfsmatsskýrsla Akurskóla fyrir skólaárið 2021-2022 er komin út. Þar er gerð grein fyrir mati á öllum þáttum skólastarfsins á liðnu skólaári.  Hægt er að kynna sér skýrsluna hér....

Lesa meira
Skólaslit og útskrift 10. bekkar vor 2022
9. júní 2022
Skólaslit og útskrift 10. bekkar vor 2022

Skólaslit Akurskóla fóru fram miðvikudaginn 8. júní og fimmtudaginn 9. júní. Nemendur í 10. bekk voru útskrifaðir 8. júní við hátíðlega athöfn. Nemendur og aðstandendur þeirra mættu í íþróttahúsið þar sem Jón Garðar Arnarsson spilaði á píanó í upphafi athafnar. Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri flutti ávarp, Hermann Borgar Jakobsson og Margrét N...

Lesa meira
Vorhátíð Akurskóla
8. júní 2022
Vorhátíð Akurskóla

Árleg vorhátíð Akurskóla var haldin í dag. Hver árgangur er í fyrirfram ákveðnum lit og var því litagleðin allsráðandi í skólanum í dag. Nemendur byrjuðu daginn á skrúðgöngu í kring um skólann með lögreglufylgd. Því næst kepptu árgangar sín á milli í ýmsum þrautum. Samkeppnin varð hörð en að lokum voru það 4. bekkur og 7. bekkur sem kláruðu sitt al...

Lesa meira
Skotboltakeppni milli 10. bekkjar og starfsfólks Akurskóla
8. júní 2022
Skotboltakeppni milli 10. bekkjar og starfsfólks Akurskóla

Hefð hefur verið fyrir því að hafa skotboltakeppni milli útskriftarnema og starfsfólks Akurskóla í lok hvers skólaárs. Í dag var þessi keppni og var hún æsispennandi. Leit út fyrir á tímabili að starfsfólkið næði að landa sigrnum en þá tóku nemendur áhlaup og kláruðu leikinn. Það voru því útskriftarnemar sem enduðu sem sigurvegarar í ár. Var mikill...

Lesa meira
Gleði og gaman síðustu skóladagana í ár!
2. júní 2022
Gleði og gaman síðustu skóladagana í ár!

Nú fer að líða að lokum hjá okkur í Akurskóla á þessu skólaári. Við ætlum að nýta tímann síðustu dagana og brjóta upp hefðbundið skólastarf. Á morgun föstudaginn 3. júní og þriðjudaginn 7. júní verða þemadagar í skólanum. Nemendur á yngsta stigi verða með þemað Undir berum himni og á yngsta stigi verður hið hefðbundna Akurtröll sem eru leikir og fe...

Lesa meira
Skólaslit 2022
30. maí 2022
Skólaslit 2022

Miðvikudaginn 8. júní og fimmtudaginn 9. júní verða skólaslit Akurskóla. Foreldrar og forráðamenn eru hjartanlega velkomnir með börnum sínum. Við hvetjum fjölskyldur að koma gangandi, hjólandi eða með strætó á skólaslitin. Ef fjölskyldur koma á bíl bendum við á bílastæði við unglingaganginn, við Tjarnagrill og við blokkir beint á móti skólanum. Þei...

Lesa meira
Starfsdagur 16. maí
13. maí 2022
Starfsdagur 16. maí

Mánudaginn 16. maí er skipulags- og undirbúningsdagur starfsmanna Akurskóla. Öll kennsla fellur niður þennan dag og frístundaskólinn er lokaður. -------------- Monday the 16th of May is a staff day for all the staff at Akurskóli. All classes will be suspended on this day and the afterschool care will be closed. -------------- Poniedziałek, 16 maj...

Lesa meira
Hátíðarkvöldverður 10. bekkjar 2022
6. maí 2022
Hátíðarkvöldverður 10. bekkjar 2022

Í ár gátu foreldrar haft hefðbundin hátíðarkvöldverð fyrir nemendur í 10. bekk áður en sameiginleg árshátíð unglinga í Reykjanesbæ var í Hljómahöll. Kvöldið var mjög hátíðlegt, salurinn fallega skreyttur og matur frá Soho sem bragðaðist mjög vel. Amelía Rán og Elísabet voru veislustjórar og Eva Júlía flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Sigurbjörg skól...

Lesa meira
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla