11. mars 2016

Árshátíð 1.-6. bekkjar 2016

Árshátíð 1.-6. bekkjar 2016

Ellefta árshátíð Akurskóla var haldin hátíðlega í dag fyrir 1.-6. bekk í íþróttahúsi skólans. Krakkarnir sýndu mörg flott atriði sem þeir hafa unnið að síðustu vikur. Þegar dagskránni í íþróttahúsinu lauk buðu krakkarnir foreldrum og aðstandendum sínum upp á kökur og annað góðgæti í heimastofum. Gaman var að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta.

Myndir frá árshátíðinni eru komnar inn á heimasíðu skólans.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla