Mötuneyti og matseðill

Heitar skólamáltíðir eru í boði í Akurskóla á sanngjörnu verði og er það fyrirtækið Skólamatur ehf. sem sér um að útbúa matinn. Upplýsingar um fyrirtækið, matseðla, næringargildi máltíða og greiðslufyrirkomulag má  finna á heimasíðu þeirra.  Skólamáltíðir er hægt að borga í áskrift eða með matarmiðum og sér skrifstofa Skólamatar ehf. um að taka við greiðslum.  Foreldrum/forráðamönnum er bent á að hafa samband við Skólamat ehf. varðandi verð og greiðslur annaðhvort með því að fara á vefsíðu fyrirtækisins www.skolamatur.is eða í gegnum síma.

Matseðil vikunnar má finna hér!

Hollt og gott nesti – bætir vellíðan og eykur athygli

Í Akurskóla viljum við kenna börnunum hollar og góðar matarvenjur og því er rétt að huga að því hvað flokkast sem hollt nesti. Á heimasíðu landlæknisembættisins www.landlaeknir.is er að finna upplýsingar um hollt og gott nesti fyrir börn. Þar kemur fram að fjölbreytni í nestisvali og magn skiptir máli. Morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins og börn sem nærast ekki vel að morgni dags skortir oft úthald og einbeitingu í amstri skóladagsins. Ef barn borðar haldgóðan morgunmat áður en það fer að heiman, þá ætti í flestum tilvikum að vera nóg að senda barnið með ávöxt/grænmeti, jógúrt eða hálfa samloku í skólann.

Akurskóli er fernulaus skóli og nemendur geta fengið kalt vatn í skólanum. Ekki er ætlast til að nemendur komi með aðra drykki að heiman. Akurskóli er umhverfisvænn skóli. Foreldrar/forráðamenn eru því vinsamlega beðnir um að draga úr nestisumbúðum, sleppa plastpokanum og nota margnota nestisbox.

Hugmyndir að góðu nesti: Banani, epli, mandarína, appelsína, pera, gulrætur, agúrka og tómatar henta vel í nestisboxið. Gott gæti jafnvel verið að sneiða ávextina eða grænmetið niður en eplaskeri er í öllum rýmum Akurskóla fyrir nemendur. Mjólkurvörur ýmis konar geta hentað sem nesti en athugið vel innihald því margar mjólkurafurðir innihalda mikinn sykur s.s. engjaþykkni, skólajógurt o.fl.

Hægt er að skoða sykurmagn í mjólkurvörum á eftirfarandi vef landlæknis http://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/aeviskeid/greinar/grein/item17958/Hvad-er-vidbaettur-sykur-

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla