19. mars 2024

Árshátíð Akurskóla 2024 lokið

Árshátíð Akurskóla 2024 lokið

Fimmtudaginn 14. mars var árshátíð 7. - 10. bekkjar Akurskóla. Nemendur hafa æft atriðin síðustu vikur og sýndu afrakstur sinn á árshátíðinni. Atriðin voru mjög skemmtileg og fjölbreytt. Að lokinni sýningu voru gestir sendir heim og Gústi B. mætti til að halda uppi fjörinu fyrir nemendur. Dansað var fram eftir kvöldi og var toppurinn þegar séra Bjössi mætti sem leynigestur og tryllti lýðinn.
Föstudaginn 15. mars var árshátíð 1.-6. bekkjar. Árshátíðin var tvískipt og fyrst komu nemendur í 1. - 3. bekk sem stigu á svið með glæsileg atriði. Sungið var um tröll, dansað við Ýkta eldingu og draugabanar mættu á svæðið. Nemendur 4. - 6. bekkjar áttu síðan sviðið með frábærum atriðum. Þar var sungið og dansað, tískusýning og sirkusatriði.

Einstaklega vel heppnuð og metnaðarfull atriði hjá nemendum okkar í Akurskóla.

Fleiri myndir í myndasafni.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla