2. apríl 2019

Árshátíð Akurskóla

Árshátíð Akurskóla

Árshátíð Akurskóla var haldin fimmtudaginn 28. og föstudaginn 29. mars. Fyrsti hluti árshátíðarinnar er að kvöldi til þar sem nemendur í 7. – 10. bekk koma saman. Í ár voru sýnd atriði frá öllum árgöngum ásamt sýnishorni frá leiklistarvali. Atriðin voru öll hvert öðru skemmtilegra og ljóst að nemendur höfðu lagt mikinn metnað í þau. Lokaatriðið var svo hið árlega 10. bekkjar myndband sem var skemmtilega samsett þar sem létt grín var gert af kennurum, nemendum og viðburðum úr skólastarfinu. Unglingarnir skelltu sér svo á ball með diskótekaranum Atla á sal skólans og skemmtu sér vel.

Föstudaginn 29. mars var svo árshátíð yngri nemenda þrískipt. Nemendur í 1. – 3. bekk Akurskóla sýndu fyrst sín atriði, síðan nemendur í 1. – 4. bekk Dalsbrautar og að lokum nemendur í 4. – 6 bekk Akurskóla. Atriði nemenda voru hvert öðru glæsilegra og í lok hvers hluta var forráðamönnum boðið til kaffisamsætis í skólanum.

Glæsileg árshátíð og má sjá myndir í myndasafni skólans.

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla