6. apríl 2022

Gettu enn betur meistarar

Gettu enn betur meistarar

Í gær, 5. apríl 2022, vann Akurskóli spurningakeppni grunnskólanna á Suðurnesjum, Gettu enn betur. Lið Akurskóla var skipað þeim Ísaki Mána Karlssyni (8. bekk), Jóni Garðari Arnarssyni (10. bekk) og Elísabetu Jóhannesdóttur (10. bekk). Varamenn voru þau Hermann Borgar Jakobsson (10. bekk) og Silja Kolbrún Skúladóttir (10. bekk).

Liðið var valið með forprófi þann 4. febrúar þar sem öllum nemendum á unglingastigi stóð til boða að taka þátt. Efstu fimm nemendurnir á forprófinu voru svo valdir sem fulltrúar Akurskóla í keppnina. Liðið er mjög vel að sigrinum komið þar sem þau hafa lagt mikið á sig og æft af kappi síðan í febrúar.

Fyrsta keppnin var á móti liði Grunnskóla Grindavíkur og var sú keppni haldin hérna hjá okkur í Akurskóla. Sú viðureign endaði 30-15 og Akurskóli kominn í undanúrslit. Undanúrslitaviðureignin var á móti Myllubakkaskóla í Íþróttaakademíunni og var sú keppni æsispennandi. Akurskóli sigraði 36-30 eftir magnaða endurkomu eftir að hafa lent 10 stigum undir. Það er óhætt að segja að þakið hafi nánast farið af húsinu þegar spennan stóð sem hæst.

Úrslitakeppnin var svo haldin í Stapa 5. apríl og voru það Akurskóli og Heiðarskóli sem áttust við. Fyrst var keppni um þriðja sæti og þar var það lið Stóru-Vogaskóla sem sigraði lið Myllubakkaskóla. Mikil stemmning myndaðist í salnum þar sem stuðningsmenn bæði Akurskóla og Heiðarskóla fjölmenntu í Stapa og studdu sín lið. Akurskóli leiddi keppnina allan tímann og lokastaðan var 31-25 fyrir Akurskóla.  

Sigurvegararnir voru svo hylltir á sal skólans í dag þar sem þau fengu blóm og páskaegg og nemendur í 5. - 10. bekk mynduðu heiðursgöng frá salnum og að verðlaunaskápnum á unglingastigi og klappaði fyrir þeim á meðan þau fóru með sigurverðlaunin í skápinn.

Fleiri myndir í myndasafni skólans. 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla