2. júní 2022

Gleði og gaman síðustu skóladagana í ár!

Gleði og gaman síðustu skóladagana í ár!

Nú fer að líða að lokum hjá okkur í Akurskóla á þessu skólaári. Við ætlum að nýta tímann síðustu dagana og brjóta upp hefðbundið skólastarf. Á morgun föstudaginn 3. júní og þriðjudaginn 7. júní verða þemadagar í skólanum. Nemendur á yngsta stigi verða með þemað Undir berum himni og á yngsta stigi verður hið hefðbundna Akurtröll sem eru leikir og ferðir í nánasta umhverfi. Elsta stigið verður svo með Harry Potter þema.

Miðvikudaginn 8. júní verður Vorhátíð skólans fyrir hádegi þar sem nemendur keppa í hinum ýmsu óhefðbundnum greinum. Dagurinn endar svo í kringum hádegið með pylsum í boði foreldrafélagsins og óvæntum gesti.

Á miðvikudaginn kl. 15.00 verður svo einnig útskrift 10. bekkjar.

Á fimmtudaginn 9. júní kl. 9.00 verða svo hefðbundin skólaslit hjá 1. – 9. bekk.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla