26. apríl 2018

Hreinsum Ísland

Á hverjum miðvikudegi er fjölval á miðstigi í Akurskóla.

Nemendum er þá skipt í aldursblandaða hópa og fara á milli stöðva í hringekju. Miðvikudaginn 25. apríl  hófst útihringekja hjá okkur og skiptast nemendur nú í 3 hópa, u.þ.b. 50 nemendur í hóp.

Eitt af því sem nemendur hafa lært um og unnið með í vetur er endurvinnsla og þá sérstaklega um vandamálið sem fylgir plasti og öðru rusli í sjónum og snerti þetta viðfangsefni við nemendum sem sýndu mikinn áhuga í tímum. Því var ákveðið að ein stöðin í útihringekjunni okkar yrði að hreinsa strandlengjuna við Innri-Njarðvík.

Á meðfylgjandi myndum má sjá afrakstur fyrsta hópsins okkar sem hreinsaði svæðið í kringum Kópuna. Magnið af ruslinu kom nemendum mjög á óvart og þurftum við að fá starfsmenn Reykjanesbæjar til að koma og fjarlægja það sem krakkarnir söfnuðu enda hefði verið ómögulegt að burðast með þetta allt upp í skóla.

Í næstu viku mun síðan annar hópur hreinsa næsta hluta strandlengjunnar og taka þátt í verkefninu Hreinsum Ísland.

Nánari upplýsingar um það verkefni má finna hér:

www.hreinsumisland.is

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla