16. desember 2019

Jólastemning

Jólastemning

Nokkrar dömur í 5. bekk hafa undanfarna daga sungið jólalög í frímínútum. En nemendur í 5. bekk undirbúa sig og æfa þessa dagana helgileik. Í kyrru veðri með fallegan söng er bara eitt sem vantar til að fullkomna jólastemninguna, heitt súkkulaði og smákökur.

Í dag bauð skólinn því upp á heitt súkkulaði og piparkökkur í frímínútum meðan dömur úr 5. bekk sungu jólalög. Þetta framtak vakti vægast sagt mikla lukku.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla