12. mars 2020

Lokahátíð Stóru-upplestrarkeppninnar

Miðvikudaginn 11. mars fór fram lokahátíð Stóru-upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ. Fulltrúar Akurskóla að þessu sinni voru þeir Abdallah Rúnar Awal og Alexander Freyr Sigvaldason en keppendur voru 12 frá sex skólum.

Báðir fulltrúar Akurskóla stóðu sig mjög vel og hreppti Alexander Freyr fyrsta sætið.

Fulltrúi Myllubakkaskóla Thelma Helgadóttir varð í öðru sæti og fulltrúi Holtaskóla Margrét Júlía Jóhannsdóttir í þriðja sæti.

Við áttum fleiri fulltrúa á keppninni. Íris Sævarsdóttir verðlaunahafi frá því í fyrra las upp kynningu á ljóðskáldi keppninnar.

Auður Jónsdóttir, Birgitta Fanney Bjarnadóttir, Edda Guðrún Hrafnsdóttir og Thelma Sigrún Thorarensen spiluðu á strengjarhljóðfæri.

Þá tóku þeir Alexander Freyr og Njörður Freyr Sigurjónsson þátt í gítarsamspili.

Fleiri myndir í myndasafni skólans.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla