26. febrúar 2020

Öskudagur í Akurskóla

Öskudagur í Akurskóla

Öskudagur var haldinn hátíðlegur í Akurskóla í dag. Nemendur og starfsmenn mættu í búningum. Nemendur í 1. – 5. bekk marseruðu í íþróttahúsið, slógu köttinn úr tunnunni og fóru svo á hinar ýmsu stöðvar. Nemendur í 6. – 10. bekk fóru í sitt árlega Menntastríð. Þá er nemendum úr þessum árgöngum blandað í hópa og fara á milli stöðva. Á hverri stöð glíma þau svo við mismunandi þrautir og fá stig fyrir. Í ár voru fjölbreyttar stöðvar m.a. Breadout Edu, þekkja verkfæri, spurningakeppnir og Sudoku.

Frábær dagur og nemendur til fyrirmyndar þennan dag.

 

Fleiri myndir í myndasafni skólans.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla