14. febrúar 2024

Öskudagur

Öskudagur

Öskudagur 14. febrúar 2024 

Upp er runninn öskudagur 
ákaflega skýr og fagur 
einn með poka ekki ragur 
úti vappar heims um ból 
góðan daginn - gleðileg jól. 

 

Gleðin var við völd í Akurskóla í dag þegar nemendur og starfsfólk héldu öskudaginn hátíðlegan. 

Hinar ýmsu kynjaverur mættu í skólann og skemmtu sér konunglega. Nemendur í 1. til 5. bekk gengu á milli stöðva þar sem boðið var uppá spil, dans, leiki, þrautir og bíó. Nemendur 6. til 10. bekk tóku þátt í menntastríði en þá er nemendum skipt í hópa sem keppa í hinum ýmsu þrautum. Keppt var m.a. í kviss, pönnukökubakstri, þrautum og vatnapong. Brúna liðið sigraði keppnina og fær að launum pítsuveislu. 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla