5. júní 2020

Skólaslit og útskrift 10. bekkjar

Skólaslit og útskrift 10. bekkjar

Fimmtudaginn 4. júní var 10. bekkur útskrifaður úr Akurskóla. Í tenglsum við útskriftina héldu foreldrar hátíðarkvöldverð fyrir nemendur og starfsmenn, nemendur fengu borða með áletrun og Lalli töframaður steig á stokk. Tveir nemendur úr 10. bekk fluttu tónlistaratriði þær Dagrún Ragnarsdóttir spilaði á selló og Nína Björg Ágúsdóttir á píanó.

Útskriftin fór svo fram að loknum kvöldverði. Þar flutti Sigurbjörg Róbertsdóttir ávarp og fór yfir helstu atriði á skólaárinu. Þórhildur Erna Arnardóttir flutti ávarp kennara og umsjónarkennararnir Fannar og Rannveig sögðu nokkur orð til nemenda, lásu upp hrósskjöl afhentu Akurskólatrefilinn og útskrifuðu nemendur.

Eftirfarandi nemendur hlutu viðurkenningar við útskrift:

Ágústa  Aris Aradóttir hlýtur viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Bókin Hönnun gefandi Kvenfélagið Njarðvík.

Dagrún Ragnarsdóttir hlýtur viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Bókin Vísindabókin gefandi Lionsklúbburinn í Njarðvík.

Ísold Saga Karlsdóttir hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur. Bókin Íslensk samheitaorðabók gefandi Eymundsson.

Nína Björg Ágústsdóttir hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur. Bókin Maðurinn gefandi Umfn.

Rakel N. Jack Ingólfsdóttir hlýtur viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Bókin Húsið okkar brennur gefandi Kalka.

Regína Krista Eyjólfsdóttir hlýtur viðurkenningu fyrir þrautsegju í námi og jákvæðni. Bókin Ruiner gefandi Danska sendiráðið.

Sara Antonía Magneudóttir hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur. Bókin Hönnun gefandi Akurskóli.

Sunneva Eldbjörg Sigtryggsdóttir hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur. Bókin Sapeins gefandi Lionsklúbburinn Æsur.

Þórhildur Erna Arnardóttir hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur. Bókin Spakmælabókin gefandi Lionsklúbburinn í Njarðvík

Þórunn Björk Sigurðardóttir hlýtur viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Bókin Nýja tilvitninabókin gefandi Akurskóli

 

Nemendur í 1. – 9. bekk mættu svo á skólaslit í stofum sínum til umsjónarkennara kl. 10.00 föstudaginn 5. júní. Þar lásu umsjónarkennarar upp hrósskjöl nemenda og afhentu vitnisburð.

Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og hlökkum til að sjá alla í haust.

Fleiri myndir í myndasafni.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla