12. febrúar 2024

Skólastarf á morgun 13. febrúar og skipulag næstu daga

Skólastarf á morgun 13. febrúar og skipulag næstu daga

Á morgun, þriðjudaginn 13. febrúar, verður skólastarf samkvæmt stundaskrá. Sundlaug og íþróttasalur eru lokuð á morgun. Þeir nemendur sem eiga að fara í íþróttir og sund hitta því íþróttakennara sína og gott væri að nemendur væru klæddir eftir veðri svo hægt verði að fara út kjósi kennarar það. Skólamatur verður eftir skipulagi fyrir þá sem eru í áskrift og hægt að nota miða ef nemendur nýta slíkt.

Miðvikudaginn 14. febrúar er skertur nemendadagur, öskudagur. Við hvetjum nemendur til að koma í búning þennan dag. Kennslu lýkur um kl. 10:40. Eftir það er frístund opin fyrir þá sem eru skráðir þar og hádegismatur fyrir börn sem eru þar.

Fimmtudaginn 15. febrúar er kennsla samkvæmt stundaskrá. Vonum að sundlaug og íþróttahús verði nothæft þá.

Föstudaginn 16. febrúar er starfsdagur í skólanum og því enginn skóli og frístund lokuð.  

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla