27. október 2020

Starfsáætlun skólans komin á heimasíðuna

Starfsáætlun skólans komin á heimasíðuna

Nú hefur starfsáætlun Akurskóla fyrir árið 2020-2021 verið samþykkt af skólaráði skólans og fræðsluráði Reykjanesbæjar.

Öll skólanámskrá skólans er nú aðgengileg á heimasíðu skólans.

Með starfsáætluninni fylgja bekkjarnámskrár sem eru skipulag um nám og kennslu í öllum árgöngum. Bekkjarnámskrárnar eru nú settar fram á nýjan hátt þar sem hæfniviðmiðunum hefur verið skipt niður á árganga og viðmið tilgreind eftir því hvort þau eru tekin einu sinni á aldursstiginu eða oftar.

Í Skólanámskránni, almenna hlutanum, má finna ýmis konar upplýsingar um starfssemi skólans. Þar er að finna áherslur í skólastarfinu og alla verkferla og áætlanir í skólanum s.s. forvarnaáætlun og eineltisáætlun.

Við hvetjum foreldra til að kynna sér þessi rit og bekkjarnámskrár fyrir þann árgang sem börn þeirra eru í.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla