12. maí 2016

Þemadagar

Þemadagar
Dagana 27.-29. apríl voru þemadagar í Akurskóla. 1.-4. bekkur voru saman með þema sem bar heitið sjálfbærni og voru börnin frædd meðal annars um endurvinnslu, matarsóun og spillingu. Þau sinntu ýmsum verkefnum eins og til dæmis að fara út að týna rusl í nágreni við skólann, vigta þann mat sem var hent og þau bjuggu til listaverk og kerti úr munum sem eru í okkar nánasta umhverfi. Þess má geta að nemendur týndu 355 kíló af rusli í heildina í nágreni skólans.
5.-7. bekkur var með ævintýraþema. Nemendur fóru á fimm stöðvar, þær voru ævintýrabakstur, ævintýrasköpun, ratleikur, leikjastöð og þeir bjuggu til ævintýraþætti. Keppni var á milli hópa og fékk hver hópur stig á hverri stöð fyrir hversu vel þau leystu verkefnin.
Nemendur í 8.-10. bekkur voru með Harry Potter þema og  breyttu þeir unglingaganginum í Hogwarts skólann og skiptu sér niður í hópa sem stóðu fyrir skólavistirnar sem eru í Harry Potter ævintýrunum. Nemendur fóru í ýmsar þrautir, innileiki og úti voru þau með ratleik sem þau áttu að leysa með því að skanna inn QR kóða í símana sína eða ipada. 
Fjör og gleði var áberandi í Akurskóla þessa þrjá daga. Yngsta stigið hafði opið hús eftir hádegi á föstudeginum og bauð foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum að koma og sjá hvað þau höfðu afrekað, miðstigið hittist í íþróttahúsinu fyrir hádegi og tilkynnt var hverjir voru sigurvegarar og efsta stigið grillaði pylsur í veðurblíðunni í Narfakotsseylu.
Hægt er að skoða myndir frá þemadögunum í myndaalbúmum hér á síðunni.
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla