3. júní 2020

Þemadagar

Þemadagar

Dagana 28., 29. maí og 2. júní voru þemadagar Í Akurskóla. Á unglingastigi var þemað Tækni – Hönnun – Umhverfisvernd. Nemendum úr 8. – 10. bekk var blandað saman í átta mismunandi hópa sem heimsóttu átta stöðvar sem kennarar höfðu sett upp. Stöðvarnar sem nemendur fengu að prófa voru allar mjög fjölbreyttar og nemendur virkilega áhugasamir. Nemendur fengu að spreyta sig á efnafræðitilraunum, forrita vélmenni, útbúa vasaljós, smíða líkan af Akurskóla og gera myndband úr stillimyndum. Einnig fengu þau fræðslu um umhverfisvernd og leystu verkefni um hvernig við getum farið betur með jörðina okkar. Ein stöðin var nýsköpunarstöð þar sem nemendur áttu að koma með hagnýtar lausnir á hversdagslegum vandamálum, og ljóst er að margir hugsuðir leynast í Akurskóla. Á bókasafninu og í tölvuverinu var svo hið stórskemmtilega BreakOut þar sem nemendur nota eigið hugvit, kænsku og samvinnu til þess að opna læstan kassa.

Á föstudaginn kom svo Stjörnu-Sævar og fræddi nemendur um heillandi heim vísindanna. Hann ræddi umhverfis- og loftslagsmál ásamt efna- og stjörnufræði. Nemendur voru mjög áhugasamir og tóku virkan þátt í fyrirlestrinum.

Hjá 1.-4. bekk var þemað Undir berum himni. Nemendur skemmtu sér utandyra við hinar ýmsu athafnir. Hjá 1.-4. bekk var m.a. farið í sund, hjólaferðir, heimsókn í Skessuhelli og slökkviminjasafnið. Einnig var farið í 88 húsið og farið í leiki úti.

Hjá 5.-7. bekk var einnig þemað Undir berum himni en þó með öðru sniði. Þar var öllu stiginu skipt í hópa og farið á stöðvar. Það var keppt í Akurtröllinu, farið í myndarallý og capture of flags. Listsköpunin fékk að njóta sína hjá einhverjum hópum, farið í leiki og spila tafl.

Þemað gekk vonum framar og þó að veðrið hafi ekki leikið með okkur alla daga skemmtu allir sér hið besta.

Svona þemandagar eru alltaf skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnu skólastarfi. Við í Akurskóla höfum aldrei unnið með þetta þema áður og eiga kennarar og nemendur stórt hrós skilið fyrir að gera þessa daga alveg frábæra!

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla